• Friðsæl og fögur
  • Sigling yfir Sundið
  • Umhverfislistaverkið Áfangar eftir Richard Serra
  • "Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur?"
  • Komdu að leika!
  • Þriðjudagsgöngur
  • Hugsa sér frið
  • Milljónafélagið og horfna þorpið!

Gleðilegan Barnadag!

27.07.2014

Börnin skipa heiðurssess í Viðey sunnudaginn 27. júlí þegar við höldum Barnadaginn hátíðlegan í eyjunni. Þá bjóðum við yngstu meðlimi fjölskyldunnar sérstaklega velkomna og gerum það sem börnum þykir skemmtilegast - við leikum okkur allan liðlangann daginn! Fullorðnir í fylgd með börnum eru auðvitað hjartanlega velkomnir líka :) Þessi dagur hefur alltaf slegið í gegn hjá krökkunum og í ár verður örugglega engin breyting á því.

Hljóðleiðsögn

Sögur af húsum og fólki

23.07.2014

Það var heldur betur skemmti­legt að hlusta á Magnús Sædal, fyrrum bygg­ing­ar­full­trúa hjá Reykjavíkurborg, segja okkur frá sögu hús­anna í Viðey þriðju­dags­kvöldið 22. júlí. Hann fór yfir víðan völl og fjall­aði um sögu eyj­ar­innar allt frá tíma klaust­urs­ins og fram á dag­inn í dag. Á áhuga­verðan hátt flétt­aði hann inn í frá­sögn­ina sögu hús­anna  og [...]

24 stunda japönsk te viðhöfn við Friðarsúluna

23.06.2014

Temeistari Adam Wojcinski lauk 24 stunda tevið­höfn í Viðey 20.-21.júní við Friðarsúlu Yoko Ono. Hann sat þar í sól­ar­hring og hellti upp á te að japönskum sið og hug­leiddi þess á milli. Það er örugg­lega ekki tekið út með sæld­inni að sitja úti and­spænis haf­inu á kaldri íslenskri sum­arnótt án þess að neyta matar. Adam [...]

Kort af Viðey

Þú getur fengið kortið með því að smella á myndina.