• Friðsæl og fögur
  • Sigling yfir Sundið
  • Umhverfislistaverkið Áfangar eftir Richard Serra
  • "Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur?"
  • Komdu að leika!
  • Þriðjudagsgöngur
  • Hugsa sér frið
  • Milljónafélagið og horfna þorpið!

Tínum kúmen!

26.08.2014

Það var enginn annar en „faðir Reykjavíkur“ hann Skúli Magnússon sem fór austur í Fljótshlíðina og sótti sér kúmen til ræktunar í Viðey. Enn þann daginn í dag sprettur það á eyjunni og öllum er frjálst að sigla út í eyju og tína sér þessa góðu jurt í poka. Undanfarin ár hefur mikill fjöldi fólks lagt leið sína út í Viðey í ágúst og sótt sér kúmen fyrir veturinn. Þriðjudagskvöldið 26. ágúst munum við safnast saman í Viðey og tína okkur kúmen í poka fyrir veturinn. Engin form­leg leið­sögn er um Viðey þetta kvöld en aðstoð veitt og aðferðin sýnd þeim sem ekki hafa áður tínt kúmen. Við mælum með því að fólk komi með taupoka, skæri eða hníf.

Hljóðleiðsögn

Fornleifauppgröftur

Kort af jóga-gönguferð um Viðey

28.07.2014

Á mynd­inni er hægt að skoða göngu­leið­ina sem farin verður þriðju­dags­kvöldið 29. júlí. Þá ætlum við að sam­eina hress­andi göngu­túr og styrkj­andi jógaæfingar. Siglt verður frá Skarfabakka 19:15 en þeir sem vilja fá sér að borða í Viðeyjarstofa geta siglt 18.15. Eins og sjá má á mynd­inni munum við ganga góða leið og stoppa á [...]

Sögur af húsum og fólki

23.07.2014

Það var heldur betur skemmti­legt að hlusta á Magnús Sædal, fyrrum bygg­ing­ar­full­trúa hjá Reykjavíkurborg, segja okkur frá sögu hús­anna í Viðey þriðju­dags­kvöldið 22. júlí. Hann fór yfir víðan völl og fjall­aði um sögu eyj­ar­innar allt frá tíma klaust­urs­ins og fram á dag­inn í dag. Á áhuga­verðan hátt flétt­aði hann inn í frá­sögn­ina sögu hús­anna  og [...]

Kort af Viðey

Þú getur fengið kortið með því að smella á myndina.