• Friðsæl og fögur
  • Sigling yfir Sundið
  • Umhverfislistaverkið Áfangar eftir Richard Serra
  • "Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur?"
  • Komdu að leika!
  • Þriðjudagsgöngur
  • Hugsa sér frið
  • Milljónafélagið og horfna þorpið!

Tínum kúmen!

25.08.2015

Það var enginn annar en „faðir Reykjavíkur“ hann Skúli Magnússon sem fór austur í Fljótshlíðina og sótti sér kúmen til ræktunar í Viðey. Ennþá sprettur það á eyjunni og öllum er frjálst að sigla út í eyju og tína sér þessa góðu jurt í poka. Undanfarin ár hefur mikill fjöldi fólks lagt leið sína út í Viðey í ágúst og sótt sér kúmen fyrir veturinn. Þriðjudagskvöldið 25. ágúst munum við safnast saman í Viðey og tína okkur kúmen í poka fyrir veturinn. Engin form­leg leið­sögn er um Viðey þetta kvöld en aðstoð veitt og aðferðin sýnd þeim sem ekki hafa áður tínt kúmen. Við mælum með því að fólk komi með taupoka og jafnvel skæri eða hníf.

Hljóðleiðsögn

Flugdrekanámskeið

17.07.2015

Lærum, smíðum og leikum með flugdrekum. Laugardaginn 25. júlí – 13:15 til 16:30, Viðeyjarnaust Flugdrekasérfræðingurinn Arite Fricke er sann­færð um að við erum leikja­megin í líf­inu og býður uppá flugdreka­nám­skeið og fræðslu fyrir alla aldurshópa. Þar má læra um sögu og þætti flugdreka­gerðar og hvernig á að búa til ein­faldan flugdreka sem svín­virkar úr endurnýtanlegum efnum. Það má líka koma með eigin [...]

Hjólaferð með Steini Ármanni frestað vegna veðurs!

02.06.2015

Því miður þá er hávað­arok í Viðey í dag og við ætlum að fresta fyr­ir­hug­aðri hjóla­ferð með Steini Ármanni og Bike Tours í kvöld. Fáum hann til okkar síðar þegar veðrið lætur betur!

Kort af Viðey

Þú getur fengið kortið með því að smella á myndina.